6 C
Grindavik
2. mars, 2021

Innlent

Kýldi öryggisvörð í andlitið – Gripdeild í miðborginni

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var lögreglunni tilkynnt um þjófnað og líkamsárás í miðborginni. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn grunaður um líkamsárás og þjófnað. Hann er sagður hafa kýlt öryggisvörð í andlitið þegar hann var stöðvaður á leið út úr verslun með vörur sem hann hafði ekki greitt fyrir. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Á tólfta tímanum hafði lögreglan afskipti af manni í miðborginni en sá er grunaður um gripdeild. Nánar tiltekið er hann...

Sterkur skjálfti klukkan 05.36

Tveir sterkir skjálftar urðu á Reykjanesskaga um klukkan þrjú í nótt en síðan tók við smá hlé þar sem skjálftarnir voru frekar veikir. Klukkan 05.36 lauk því hléi þegar skjálfti upp á rúmlega 3 reið yfir. Frá miðnætti hafa 11 skjálftar, yfir 3, mælst en á milli klukkan 03.05 og 05.20 mældist enginn skjálfti yfir 3. Uppfært klukkan 06.25 Skjálftinn sem varð klukkan 05.36 mældist 4,2 að stærð. Upptök hans voru á 6 kílómetra dýpi um 3,3...

Ár frá fyrsta Covid smitinu – Manst þú eftir þessum forsíðum?

Ár er í dag liðið frá því að fyrst Covid-19 smitið greindist hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa síðan staðið vaktina og orðið þekkt sem þríeykið. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan og er óhætt að segja að þróun faraldursins hafi verið...

Sýknaður af ákæru um áreitni eftir óþægilega kvöldgöngu – „Sorry I like you so much“

Hann var fimmtán árum eldri en hún og það má ráða af framburði hennar, framburði vitna og svip hennar á sjálfsmyndum að helst hefði hún óskað þess að vera laus við hann. Hann langaði að kynnast henni og eftir nokkurt þref fékk hann að fylgja henni heim. Á leiðinni hafði hún samband við vinkonu...

Páll Einarsson segir að fólk þurfi að vera við öllu búið

Dr. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að skjálftahrinan á Reykjanesskaga í gær sé hluti af atburðarás sem hófst í desember 2019 og sé staðfesting á að þessi atburðarás haldi áfram og sé síst í rénun. Morgunblaðið hefur þetta eftir honum í dag. Haft er eftir Páli að þetta sé í fyrsta sinn sem svo mikil umbrot hafi sést...

Beit lögreglumann í fingur

Á ellefta tímanum í gærkvöldi varð umferðaróhapp á Kjalarnes. Tjónvaldur stakk af frá vettvangi en akstur hans var stöðvaður skömmu síðar á Þingvallavegi. Ökumaðurinn og farþegi, par, voru handtekin grunuð um brot á skyldum vegfarenda við umferðaróhapp, akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna, akstur svipt ökuréttindum og fleira. Þegar taka átti blóð sýni...

Vanessa skelfingu lostin í jarðskjálftunum í morgun – Hljóp með börnin út úr húsi

Vanessa Francois heitir kona frá Port-au-Prince í Haiti sem búsett hefur verið á Íslandi frá því 2008. Ættingjar hennar eru flestir búsettir á Haiti. Jarðskjálftinn mikli sem varð á Haiti í janúar árið 2010 og mældist 7,0 á Richter, markar djúp sár í sál Vanessu, en fjórar systur hennar og ein frænka létu lífið...

Guðrún Helga Sigurðardóttir látin – Ferðafrömuður og í hópi bestu blaðamanna landsins

Guðrún Helga Sigurðardóttir, rithöfundur, leiðsögumaður og landsþekktur blaðamaður um árabil, er látin, 57 ára að aldri, eftir langvarandi veikindi. Guðrúnar var minnst í vandaðri grein á vef Mannlífs á mánudag. Hún var atkvæðamikill blaðamaður á DV, Fréttablaðinu og ýmsum öðrum fjölmiðlum. Um skeið var hún formaður Félags fjölmiðlakvenna. Árið 2003 var hún tilnefnd til blaðamannaverðlaunanna...

Nýjar upplýsingar í Rauðagerðismálinu

Fréttatilkynning frá lögreglu um Rauðagerðismorðið hefur verið yfirvofandi í dag en þegar til átti að taka inniheldur hún ekki eins mikil tíðindi og margir höfðu vænst. Fram kemur að karlmaður á fimmtugsaldri hafi verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, eða til þriðjudagsins 2. mars, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Nafn mannsins kemur ekki fram í tilkynningunni en samkvæmt...

Fréttir