Kórónuveiran getur smitast með örsmáum dropum frá hósta eða hnerra. En getur sæði dreift veirunni? Nei, er niðurstaða nýrrar rannsóknar.
TV2 skýrir frá þessu. Haft er eftir Peter Reeslev, forstjóra sæðisbankans Cryos International, að þetta séu góð tíðindi fyrir þá sem þurfa aðstoð við barneignir. „Nú þarf fólk ekki að vera óöruggt vegna þess. Stofurnar, sem við seljum sæði...
36 ára Kaliforníubúi virðist hafa verið svo hræddur við kórónuveiruna að hann valdi að búa á O’Hare alþjóðaflugvellinum i Chicago í þrjá mánuði. Það komst upp um hann þegar tveir starfsmenn báðu hann um skilríki.
Þetta gerðist í gær. Lögreglan var kölluð á vettvang og sagði maðurinn henni að hann hafi verið svo hræddur við...
Í Indónesíu, sem er fjórða fjölmennasta ríki heims, hafa yfirvöld ákveðið að fara aðra leið en önnur ríki þegar kemur að bólusetningu við kórónuveirunni. Margir fylgjast náið með hvaða áhrif þetta mun hafa enda um gjörólíka leið að ræða en við þekkjum hér á landi og í öðrum löndum.
270 milljón íbúum landsins verður boðin...
Síðasta sólarhring var enn eitt dapurlegt metið slegið í Bandaríkjunum hvað varðar fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, og fjölda dauðsfalla af völdum COVID-19. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum létust rúmlega 3.700 af völdum COVID-19 síðasta sólarhringinn.
Rúmlega 250.000 manns greindust með veiruna á síðasta sólarhring. Rúmlega 113.000 COVID-19-sjúklingar liggja nú á...
Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst þar í landi. Það dreifir sé að sögn hraðar en ekki hefur verið sýnt fram á að fólk verði veikara af þessu afbrigði en öðrum afbrigðum veirunnar eða að bóluefni virki ekki gegn því að hans sögn.
BBC skýrir frá þessu. „Við verðum því miður að...