2 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Lífið Um Borð

Cheerios bolurinn?

Styttist í að þessari veiðiferð ljúki. Hefur gengið alveg þokkalega að finna fisk og ætla má að hjátrúin með Cheerios bolinn sem Stjáni skipsstjóri hefur ekki farið úr allann túrinn (og er farinn að lykta einkennilega😷) eigi sinn þátt í ágætri veiði. Hver veit?? Annars verðum við í landi nk. mánudag og erum við þá komnir í jólafrí🎅🏻 Mun svo Valsgengi taka við og taka jóla túrinn. Spurning í hvernig bol Valur verður í🤔...

Mikill áhugi á djobbinu….eða?

Egill Halldórsson er einn skipverja hér um borð. Hann hefur vakið mikla athygli á gríðarlegum áhuga á starfinu og því sem fram fer hér um borð. Ekki aðeins að hann sé vakandi alla sínar vaktir heldur er hann vakinn og sofinn yfir því sem gerist á hinni vaktinni líka, þannig að menn velta því fyrir sér hvernær hann sofi eiginlega. Í næstum öllum kaffi og matartímum á hinni vaktinni er Egill mættur og spyr gjarnan...

Þetta hefur verið hreint helvíti!

Viðtal dagsins er við Val Pétursson skipstjóra. „Þetta viðtal verður vonandi öðrum víti til varnaðar“ sagði hann er blm fór þess á leit við hann að birta viðtal við hann. Ástæða viðtalsins er margra ára þrautaganga Vals við það að reyna að hætta að reykja. Sagan hefst síðla árs 1997 er Valur tekur þá afdrifaríku ákvörðun að hætta að reykja. „Börnin voru að koma og ég hafði í nógu öðru að snúast en að reykja...

Gaman þegar vel veiðist…

Það er alltaf gaman þegar vel veiðist, það hefur gengið þokkalega í þessum túr. Hér eru nokkrar  myndir  úr  yfirstandandi  veiðiferð  hjá  Stjánagengi

Stjána gengi…

Nú er Stjána gengi í sínum síðasta túr á þessu ári og eftir því sem fregnir herma gengur þeim vel. Þeir verða í landi 30 nóvember og eru þá komnir í jólafrí sem er ábyggilega kærkomið. Þar sem fréttaritari er ekki á sjó með þessum köppum er kannski lítið um fréttir af þeim, því þiggjum við allar myndir og fréttir af lífinu hjá þeim um borð til að birta hér á síðunni

Menn redda sér…

Menn deyja ekki ráðalausir þegar hita þarf upp skrokkinn og mýkja á allan hátt. Myndin segir allt sem segja þarf...

Nýliðafræðsla

Eins og venja er eru nýjir menn alltaf sendir í nýliðafræðslu hér um borð og eru þeir Kristján Ólafsson skipstjóri og Jakob stýrimaður af hinu rólinu þar engin undantekning. Þeir komu um borð til okkar í lok veiðiferðar í starfskynningu til að kynnast skipi og vinnslu. Helgi bátsmaður tók þá strax í nýliðafræðsluna og fór með þá mjög ítarlega í gegnum alla þætti skipsins og vinnslunar frá toppi til táar. Var haft á orði að...

Guði sé lof fyrir makrílinn!

Nú stendur makrílvertíðin sem hæst og mikið fjör í kringum veiðar og vinnslu. Einn er sá maður sem hvað mest bíður eftir þessum árstíma, og iðar í skinninu eftir að sjá makrílinn fljóta um vinnslulínuna. Það er Hugi Jónsson ættaður að vestan og menn þaðan kalla nú ekki allt ömmu sína er kemur að sjósókn og veiðum. Hugi hefur verið hér um borð í nokkur ár og er alltaf jafn spenntur þegar líður að makrílveiðum...

Bara ruslmiðill!

Á ferð sinni um matsal skipsins rakst blm á Brynjar yfirstýrimann er hann var að ná sér í kaffi, og innti hann frétta, eitthvað sem væri nýtilegt í Krummann. Brynjar brást hinn versti við og sagði Krummann bara vera ruslmiðil, það er alltaf fjallað um sömu mennina í öllum fréttum og það væri bara ekki nógu gott, hér væru 26 menn um borð og allir þyrftu sína athygli. Blm reyndi að malda í móinn og sagði...

Fréttir