8.3 C
Grindavik
24. október, 2021
spot_img
spot_img

Lífið Um Borð

Cheerios bolurinn?

Styttist í að þessari veiðiferð ljúki. Hefur gengið alveg þokkalega að finna fisk og ætla má að hjátrúin með Cheerios bolinn sem Stjáni skipsstjóri hefur ekki farið úr allann túrinn (og er farinn að lykta einkennilega😷) eigi sinn þátt í ágætri veiði. Hver veit?? Annars verðum við í landi nk. mánudag og erum við þá komnir í jólafrí🎅🏻 Mun svo Valsgengi taka við og taka jóla túrinn. Spurning í hvernig bol Valur verður í🤔...

Mikill áhugi á djobbinu….eða?

Egill Halldórsson er einn skipverja hér um borð. Hann hefur vakið mikla athygli á gríðarlegum áhuga á starfinu og því sem fram fer hér um borð. Ekki aðeins að hann sé vakandi alla sínar vaktir heldur er hann vakinn og sofinn yfir því sem gerist á hinni vaktinni líka, þannig að menn velta því fyrir sér hvernær hann sofi eiginlega. Í næstum öllum kaffi og matartímum á hinni vaktinni er Egill mættur og spyr gjarnan...

Fréttir

spot_img