4 C
Grindavik
21. apríl, 2021
spot_img
spot_img

morð

Grunaður morðingi handtekinn 42 árum eftir morðið

Í síðustu viku var James Herman Dye, 64 ára, handtekinn í Kansas í Bandaríkjunum, grunaður um að hafa myrt konu í Colorado í nóvember 1979. Það var DNA sem varð honum að falli. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að Dye sé grunaður um að hafa beitt Evelyn Kay Day, 29 ára, kynferðislegu ofbeldi og síðan kyrkt hana í nóvember 1979. Dye er nú í haldi í fangelsi í Wichita í Kansas en...

Drekkti börnunum sínum til að geta keypt sér bát – Dæmdur í 212 ára fangelsi

„Það eina sem hann er ósáttur við er að það komst upp um hann,“ sagði John Walter, dómari í Kaliforníu, þegar hann dæmdi Ali Elmezayen, 45 ára, í 212 ára fangelsi fyrir að hafa drekkt tveimur einhverfum börnum sínum. Það gerði hann til að fá líftryggingu þeirra greidda en fyrir hana keypti hann sér bát...

Hún sleit trúlofuninni þegar hún sá hvað hann geymdi undir rúminu

„Í augum mínum og fjölskyldu minnar er hann ástríkur og umhyggjusamur maður,“ sagði ráðvillt og öskureið Megan McAllister skömmu eftir að unnusti hennar, Philip Markoff, hafði verið handtekinn. Allir þekktu hann sem greindan og hæglátan mann sem helgaði læknisfræðinámi og keiluiðkun nær allan tíma sinn. En undir yfirborðinu reyndist hann vera allt öðruvísi. Þegar lögreglan réðst inn á...

Fyrirsæta myrt á hrottalegan hátt – Sönnunargagnið var í buxnavasa hennar

Bandarískur flutningabílstjóri hefur verið handtekinn, grunaður um morð og ósæmilega meðferð á líki. Það var fyrrum fyrirsæta sem hann er grunaður um að hafa myrt. Það var miði í buxnavasa hennar sem kom lögreglunni á spor flutningabílstjórans. New York Post skýrir frá þessu. Konan hét Rebecca Landrith og var 47 ára. Lík hennar fannst fyrir rúmri viku í vegkanti við hraðbraut í Pennsylvania....

Gestir drápu brúðgumann í brúðkaupsveislunni

Brúðkaup, sem fór fram í Vlasovo í Rússlandi, nýlega endaði hörmulega. Brúðguminn lenti í deildum við nokkra gesti sem urðu honum að bana. Vlasovo er um 40 kílómetra vestan við Moskvu. Samkvæmt frétt news.com.au þá sýna ljósmyndir og myndbandsupptökur að dagurinn fór vel fram til að byrja með, eins og fyrirhugað var með söng og dansi. En þegar leið á kvöldi...

Tvær konur myrtar þegar áætlun um leigumorð fór út um þúfur

Þrír menn eiga ákæru fyrir morð yfir höfði sér eftir að tvær konur voru myrtar þegar áætlun um leigumorð fór út um þúfur. Tim Soignet, lögreglustjóri í Terrebonne Parish í Louisiana, skýrði frá þessu á fréttamannafundi á mánudaginn. Þar kom fram að Beaux Cormier hafi fengið þá Andrew Eskine og Dalvin Wilson til að myrða fórnarlamb nauðgunar sem ætlaði að vitna gegn honum. Cormier, Eskine og Wilson fóru til Montegut í Lousiana til...

Lögreglan óttast að eftirlýstur maður sé í Hong Kong og muni fremja „annan hrottalegan glæp“

Franska lögreglan telur að Karim Ouali, sem er á flótta undan henni, sé nú staddur í Hong Kong og segir að hann sé hættulegur öllum þeim sem verða á vegi hans. Lögreglan segist „99% viss um að hann muni fremja annan hrottalegan glæp“. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Ouali sé eftirlýstur fyrir morðið á Jean Meyer árið 2011. „Öllum sem verða á vegi hans...

Þrír lögreglumenn skotnir til bana í Frakklandi

Þrír lögreglumenn voru skotnir til bana nærri bænum Saint-Just, sem er nærri stórborginni Lyon, í nótt. Sá fjórði særðist. Le Parisien skýrir frá þessu. Fram kemur að 48 ára karlmaður hafi skotið lögreglumennina þegar þeir reyndu að frelsa konu sem hann hélt fanginni. ...

Sóknarpresturinn er grunaður um að hafa myrt Mariu

Þann 26. október síðastliðinn yfirgaf Maria From Jakobsen, 44 ára, heimili sitt á Sjálandi. Hún var þá að sögn mjög niðurdregin. Eftir þetta hefur ekkert til hennar spurst. Hún á eiginmann og tvö börn. Eins og DV skýrði frá 19. nóvember lýsti lögreglan eftir henni og leitaði hennar. Fjórum dögum eftir að tilkynnt var um hvarf hennar fannst...

Sóknarpresturinn er grunaður um að hafa myrt Mariu

Þann 26. október síðastliðinn yfirgaf Maria From Jakobsen, 44 ára, heimili sitt á Sjálandi. Hún var þá að sögn mjög niðurdregin. Eftir þetta hefur ekkert til hennar spurst. Hún á eiginmann og tvö börn. Eins og DV skýrði frá 19. nóvember lýsti lögreglan eftir henni og leitaði hennar. Fjórum dögum eftir að tilkynnt var um hvarf hennar fannst...

Fréttir

spot_img