8 C
Grindavik
9. maí, 2021
spot_img
spot_img

Pressan

Fólk er tilbúið í bólfarir – Sala á smokkum tekur mikinn kipp

Sala á smokkum hefur dregist saman frá því að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á með tilheyrandi sóttvarnaaðgerðum sem hafa óneitanlega dregið úr samneyti fólks við annað fólk. En nú eru Bandaríkjamenn að vakna til lífsins og farnir að stunda meira kynlíf en síðustu mánuði eða þá farnir að undirbúa það. Að minnsta kosti ef marka má sölu...

Dýrkeypt aðstoð við Bandaríkjamenn – Hefur setið í einangrun í tíu ár

Fyrir tíu árum aðstoðaði pakistanski læknirinn Shakil Afridi Bandaríkjamenn við að hafa uppi á Osama bin Laden sem bandarískir hermenn skutu síðan til bana. Óhætt er að segja að Afridi hafi greitt þetta dýru verði en hann hefur nú setið í fangelsi í tíu ár og er í einangrun og mun væntanlega verða það um ókomin ár. Hann er í einangrun í Sahiwal-fangelsinu í Pakistan....

Borgaryfirvöld í Amsterdam vilja breyta ímynd borgarinnar – Ætla að reisa risastórt vændishús

Borgarfulltrúar í Amsterdam í Hollandi vilja breyta ímynd borgarinnar sem ferðamannaborgar. Einn stærsti liðurinn í því er að loka „Rauða hverfinu“, sem er vændishverfi borgarinnar, og byggja þess í stað risastórt vændishús í úthverfi borgarinnar. Borgarstjórinn kynnti nýlega hugmyndir að vændishúsinu en þar á að bjóða upp á nektardans og leigja út 100 lítil herbergi til...

Dæmd í fangelsi fyrir að myrða vinkonu sína sem vildi ekki stunda kynlíf með henni

Gareeca Gordon var nýlega dæmd í 23 og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa myrt vinkonu sína, Phoenix Netts, í íbúð þeirra í Birmingham á Englandi í apríl á síðasta ári. Gordon stakk Netts fjórum sinnum og sagaði lík hennar síðan í sundur. Tilviljun varð til þess að upp komst um hana mánuði síðar. Hún var þá handtekin nærri námu...

Biden vill fullbólusetja 160 milljónir Bandaríkjamanna fyrir 4. júlí

Það gengur vel að bólusetja Bandaríkjamenn gegn kórónuveirunni en Joe Biden, forseti, vill gera enn betur og á þriðjudaginn kynnti hann nýtt bólusetningamarkmið stjórnvalda. Nú er stefnt að því að 160 milljónir, hið minnsta, hafi lokið bólusetningu fyrir 4. júlí sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna. Um 331 milljón býr í Bandaríkjunum. Nú hafa um 105 milljónir lokið bólusetningu og um...

Pfizer reiknar með að selja bóluefni fyrir 26 milljarða á árinu

Lyfjarisinn Pfizer reiknar með að selja bóluefni gegn COVID-19 fyrir 26 milljarða á árinu. Fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir sölu upp á 15 milljarða. Nýja áætlunin er byggð á sölusamningum sem hafa verið gerðir við fjölmörg ríki heims um kaup á bóluefninu. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins sem var birt á þriðjudaginn. Markmið fyrirtækisins er að...

Hafa áhyggjur af stjórnlausri kínverskri eldflaug – Getur valdið miklu tjóni þegar hún hrapar til jarðar

Hluti af risastórri eldflaug, sem Kínverjar notuðu til að skjóta fyrsta hluta Tianhe geimstöðvarinnar á loft þann 29. apríl, er nú stjórnlaus á braut um jörðina og mun hrapa til jarðar fyrr eða síðar. Óttast er að eldflaugin geti valdið tjóni þegar hún hrapar til jarðar. Samkvæmt frétt The Guardian var Long March 5B eldflaug skotið á...

Segir að Vilhjálmur verði síðasti konungur Bretlands

Breska konungdæmið er á síðustu metrunum ef marka má orð rithöfundarins Hilary Mantel. „Ég held að þetta sé lokakaflinn. Ég veit ekki hversu mikið lengur stofnunin mun halda áfram,“ sagði hún í samtali við The Telegraph og átti þar við konungdæmið. Mantel er þekktur rithöfundur sem býr yfir góðri þekkingu á konungsfjölskyldunni og hefur skrifað fjölda bóka en þó ekki um...

Prestur krefst þess að lögreglan birti myndband af dauða svarts manns

Í gær var Andrew Brown jarðsettur í Elizabet City í Norður-Karólínu. Brown, sem var svartur, var skotinn til bana af lögreglunni þann 21. apríl. Hann var skotinn nokkrum skotum og varð skot, sem hæfði hann í hnakkann, honum að bana. Fjölskylda hans, vinir og baráttufólk fyrir mannréttindum var viðstatt útförina. Meðal þeirra sem töluðu við útförina var Al Sharpton, prestur og baráttumaður fyrir mannréttindum. Sharpton var...

Einn skammtur af bóluefni gegn COVID-19 dregur mjög úr útbreiðslu veirunnar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að það að fólk fái einn skammt af bóluefni Pfizer/BioNTech eða Moderna gegn kórónuveirunni getur dregið úr útbreiðslu kórónuveirunnar um allt að helming. Sky News segir að rannsóknin hafi beinst að fólki sem var búið að fá einn skammt af öðru hvoru bóluefninu. Þeir sem voru smitaðir af kórónuveirunni að minnsta kosti þremur vikum eftir bólusetningu voru...

Fréttir

spot_img