7 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Slúðrað í stakkageymslunni

Mikill áhugi á djobbinu….eða?

Egill Halldórsson er einn skipverja hér um borð. Hann hefur vakið mikla athygli á gríðarlegum áhuga á starfinu og því sem fram fer hér um borð. Ekki aðeins að hann sé vakandi alla sínar vaktir heldur er hann vakinn og sofinn yfir því sem gerist á hinni vaktinni líka, þannig að menn velta því fyrir sér hvernær hann sofi eiginlega. Í næstum öllum kaffi og matartímum á hinni vaktinni er Egill mættur og spyr gjarnan...

Stóra klósettpappírsmálið!

Hér um borð gerast hinir furðulegustu hlutir. Það nýjasta er stóra klósett-pappírsmálið sem enginn skilur upp né niður í. Það vill svo til að Brynjólfur stýrimaður er í klefa sem liggur alveg við stakkageymsluna og í hvert sinn sem hann hyggst gjöra gjörninga á einkasalerninu í klefanum er aldrei til pappír þar! Það er sama hvað oft og hversu margar klósettrúllur hann ber niður í klefann, þetta er allt horfið þegar áætlaðir gjörningar fara...

Smákökur fyrir jólin

Binni stýrimaður er mikið fyrir smákökur. Nú er að ganga í garð sá tími sem smákökur eru á hvers manns borðum alveg fram að jólum. Þar sem Binni er á sjó í desember missir hann af þessum skemmtilegu og bragðgóðu tímum og því hefur hann tekið forskot á sæluna. Blm leit við hjá Binna í amstri hversdagsins og viti menn ... Auðvitað var boðið uppá smákökur, hvað annað. Aðspurður hvort hann væri duglegur að baka,...

Að mörgu að huga í stórútgerð

Hér um borð er stórútgerðarmaður, Hugi Jónsson sem byrjaði mjög ungur að stunda sjó og reka útgerð. Hann ásamt bróður sínum gerir út bátinn Garra BA yfir sumartímann en Garri  fær síðan hvíld yfir mestu vetrarhörkurnar. Þá vippar stórútgerðarmaðurinn Hugi sér yfir á Hrafn Sveinbjarnarsson GK og gerir yfirleitt glimrandi túra þar líka. „Að mörgu er að huga að í stórútgerð“ sagði Hugi aðspurður, „það er í mörg horn að líta. Enda eftir sumarvertíðina þá...

Mikil upphefð að vera yfirbaader

  Í  makríltúr sl sumar gerðist það að Auðunn Ófeigur var gerður að baadermanni. Var Auddi upp með sér af tilinum en ekki leið á löngu þar til að löngun til frekari frama varð öllu öðru yfirsterkari. Færði hann það í tal við Bibba baader hvort hann mætti ekki vera yfirbaader, honum þætti það tilhlýðilegt og var það góðfúslega veitt. Uppveðraðist Auddi allur við þetta og bað um að mynd yrði tekin af sér við „flökunarvélina“...

Cheerios bolurinn…

Kristján Ólafsson skipstjóri Stjána gengisins er afar hrifinn af cheerios morgunkorninu sem hann innbyrðir af bestu lyst alla morgna. Kveður svo rammt að þessu að honum áskotnaðist bolur merktur þessu morgunkorni og eftir það klæðist hann honum ætíð þegar vel fiskast. Vill hann meina að þetta haldist í hendur, bolurinn og fiskirí. Eitt er þó víst að Stjáni heldur mikið uppá bolinn og það er sérstök athöfn þegar bolurinn er settur í þvottavél. Hann...

Stórstjarna er fædd!!!

Nú nýverið tókst Binna stýrmanninum með hárnetið að landa risasamningi sem leikara í aðalhlutverki í þáttunum Binni the babe en þar leikur hann ljúfmenni sem  sem umbreytist eftir hádegi hvern dag í algjört skrímsli. Hefur hann verið að máta sig í hlutverkið í þessari veiðiferð og eins og myndin sýnir virðist það ganga vel. Er ekki laust við að manni renni kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður hefur mætt honum á göngunum....

Reyklausa vaktin

Í þessari veiðiferð er það til tíðinda að önnur vaktin er algjörlega reyklaus. Eftir því sem best er vitað, er það í fyrsta sinn sem það gerist um borð í þessu skipi og verður að segjast að það er til mikillar eftirbreytni. Það bregður ekki fyrir rafrettu einu sinni sem telst ekki orðið til reykinga þessa dagana! Vel gert bátsmannsvakt!!!

Vonast eftir góðri verslun núna í júní

“Það horfir ágætlega með sölu í þessum túr” sagði Sveinn Ingvar sjoppustjóri aðspurður um afkomutölur verslunarinnar. “Framlegðin er ágæt, og eru bundnar miklar vonir við HM en við erum með mikið vöruúrval sem tengist því. Horfur eru bjartar, menn eru almennt sammála því að betri tíð sé í vændum í verslun um borð enda flestir á leið til Tene í haust!” Með það var verslunarstjórinn rokinn….!

„Ég var bara að verja mig!

„Það er alveg sama hvað Dóri bullar, ég var bara að verja mig.... Þetta var bara bullandi sjálfsvörn“ sagði Binni aðspurður um hvað hefði gengið á í vinnslunni. Ásakanir ganga á víxl eftir að Dóri kom hundblautur úr vinnslunni og sakaði Binna um að hafa ráðist að sér með 3 þrepa dæluna að vopni.  Þetta er náttúrulega bara bull endemis bull og að ásaka mig rólyndismanninn um að vera að bleyta sig er bara...

Fréttir