7 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Tuðað á trolldekki

Snjalltækjabann i borðsalnum!

„Já, mér er alveg sama hvað þið segið, það er blátt bann við allri notkun hverskyns snjalltækja í borðsalnum meðan matmálstími stendur yfir! Menn eiga að vera algjörlega uppteknir af matnum sem er á borðum, sem ég elda og það þýðir ekkert að láta eiginkonur, kærustur, hvað þá Facebook eða Tinder stela athyglinni frá matnum, það get ég ekki liðið. Þess vegna er þetta snjalltækjabann algjört og ófrávíkjanlegt af minni hálfu, nema ef vera skyldi...

Hvar er nuddrúllan!

Dularfullt hvarf nýju nuddrúllurnar... Í byjun þessarar veiðiferðar kom um borð tæki nokkurt sem mýkja átti stirða vöðva og lina bólgur sem hrjáð hafa skipverja, sérstaklega þá sem stunda ræktina af kappi. Þessi nuddrúlla er þeim eiginleika gædd að innihalda víbring mikinn til þægindarauka og til að auka vellíðan.. Það má segja að þetta sé einn stór og mikill víbrator með mikla virkni. Nú er svo komið að einhver virðist hafa misskilið þetta og tekið rúlluna til einkanota...

Að mörgu að huga í stórútgerð

Hér um borð er stórútgerðarmaður, Hugi Jónsson sem byrjaði mjög ungur að stunda sjó og reka útgerð. Hann ásamt bróður sínum gerir út bátinn Garra BA yfir sumartímann en Garri  fær síðan hvíld yfir mestu vetrarhörkurnar. Þá vippar stórútgerðarmaðurinn Hugi sér yfir á Hrafn Sveinbjarnarsson GK og gerir yfirleitt glimrandi túra þar líka. „Að mörgu er að huga að í stórútgerð“ sagði Hugi aðspurður, „það er í mörg horn að líta. Enda eftir sumarvertíðina þá...

Bara ruslmiðill!

Á ferð sinni um matsal skipsins rakst blm á Brynjar yfirstýrimann er hann var að ná sér í kaffi, og innti hann frétta, eitthvað sem væri nýtilegt í Krummann. Brynjar brást hinn versti við og sagði Krummann bara vera ruslmiðil, það er alltaf fjallað um sömu mennina í öllum fréttum og það væri bara ekki nógu gott, hér væru 26 menn um borð og allir þyrftu sína athygli. Blm reyndi að malda í móinn og sagði...

Stórstjarna er fædd!!!

Nú nýverið tókst Binna stýrmanninum með hárnetið að landa risasamningi sem leikara í aðalhlutverki í þáttunum Binni the babe en þar leikur hann ljúfmenni sem  sem umbreytist eftir hádegi hvern dag í algjört skrímsli. Hefur hann verið að máta sig í hlutverkið í þessari veiðiferð og eins og myndin sýnir virðist það ganga vel. Er ekki laust við að manni renni kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður hefur mætt honum á göngunum....

Vinskapnum er lokið! – Binni og Dóri hættir saman!

Þau merkilegu tíðindi spurðust út á göngunum að brestir væru komnir í vinskap þeirra Binna og Dóra. Ástæðan er talin sú að Dóra finnst eins og það sé búið að taka ákvörðun um að fórna honum af dekkmönnunum en þar sem ekki þarf lengur að sækja gilsa vegna mikillar tækniþróunar á efra dekki. Til stendur að hafa aðeins 3 á trolldekkinu vegna aðkomu tækninnar og vill Dóri meina að Binni hafi róið að því öllum árum...

Þakka mínum sæla að ekki fór verr!

Munaði engu að ég hefði ekki verið til frásagnar ... Að vera á sjó er ekki hættulaust starf, og eitt er víst að hætturnar leynast við hvert fótmál. Brynjólfur Stefánsson stýrimaður fékk heldur betur að kynnast því í þessari veiðiferð. Óhætt er að segja að lukkan hafi leikið við Binna og verður að segjast að betur fór en á horfðist er hann komst í hann krappann í  byrjun þessarar veiðiferðar. En gefum Brynjólfi orðið; Allt virtist eðlilegt „Þetta...

Fiskteljari – nýjung í veiðum!

Eins og menn hafa orðið var við hér um borð hefur nýr liðsmaður bæst í hópinn, en það er vélstjórinn Ægir Óskar Gunnarsson. Við bjóðum hann velkominn um borð og er óhætt að segja að ýmsar nýjungar fylgja honum eins og títt er um nýja menn. Glöggt er gests augað og eitt sinn er Ægir brá sér í brúna í stutt spjall við Val skipper og athuga með aflabrögð innti Ægir Val eftir því...

Hermenn hafsins….!

Þetta er stýrimannsvaktin að gera sig klára að taka trollið. Þetta eru hetjur hafsins og ekki árennilegir þegar ganga þarf til verks Myndina tók sérlegur ljósmyndari síðunnar Stefán Þór

Allstaðar Binnar!

Í brúnni hjá okkur það sem eftir lifir túrs eru tveir Binnar, þeir Brynjar Friðbergsson skipstjóri, og Brynjólfur Stefánsson yfirstýrimaður. Til aðgreiningar hafa þeir gælunöfnin Ásinn og Tvisturinn. Blm átti leið í brúnna á siglingu okkar austur fyrir land, rakst á Binnana þar sem þeir lögðu línurnar fyrir komandi daga

Fréttir