3 C
Grindavik
4. mars, 2021

Tunglið

Jeff Bezos segir að Blue Origin ætli að sjá um að koma fyrstu konunni til tunglsins

Geimferðafyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu Jeff Bezos, stofnanda Amazon, ætlar að sjá um að koma fyrstu konunni til tunglsins. Þetta sagði Bezos nýlega í færslu á Instagram. NASA mun fljótlega taka ákvörðun um hvaða einkafyrirtæki mun flytja geimfara til tunglsins en það á að gerast á næstu þremur árum. „Þetta er geimflaugin sem mun flytja fyrstu konuna til tunglsins,“ skrifaði Bezos...

NASA segir ólíklegt að geimfarar lendi á tunglinu fyrir árslok 2024

Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir ólíklegt að það takist að koma geimförum til tunglsins fyrir árslok 2024. Ástæðurnar eru mikill kostnaður og tæknileg vandamál sem þarf að leysa í tengslum við Artemis geimferðaáætlunina. Þetta kemur fram í skýrslu stofnunarinnar frá 12. nóvember sem ber heitið „2020 Report on Nasa‘s Top Management and Performance Challenges“. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að NASA hafi unnið hörðum höndum að því...

Kínverjar senda geimfar til tunglsins til að sækja jarðvegssýni

Í gær skutu Kínverjar  Chang‘e 5 geimfarinu á loft en það á að lenda á tunglinu, safna jarðvegssýnum og koma með þau til jarðarinnar. Þetta er fyrsta tilraunin til að sækja jarðvegssýni til tunglsins síðan á áttunda áratugnum. Vonast er til að rannsóknir á sýnunum geti aukið skilning okkar á uppruna tunglsins. Geimferðin er einnig prófraun á...

Fréttir