Útþensla alheimsins gæti verið hilling ein – DV

0
70

Niðurstöður nýrrar rannsóknar, þar sem heimsfastinn var skoðaður, benda til að útþensla alheimsins sé hugsanlega hilling ein. Live Science skýrir frá þessu og segir að í rannsókninni sé einnig bent á leið til að leysa ráðgátuna um hulduefnið en talið er að það sé um 95% af heildarorku alheimsins en samt sem áður vitum við sáralítið um það.

Rannsóknin var birt í byrjun júní í vísindaritinu Classical and Quantum Gravity.

Vísindamenn vita að alheimurinn þenst út og byggja þá niðurstöðu á því að bylgjulengd ljóss teygist sífellt meira í átt að rauða endanum því það sem sendir slíkar bylgjur frá sér færist frá okkur. Fjarlægar vetrarbrautir eru nær rauða endanum en þær sem eru nær okkur og það bendir til þess að þær séu að færast fjær jörðinni.

Live Science segir að vísindamenn hafi nýlega fundið sannanir fyrir því að útþenslan sé ekki stöðug, hún verði sífellt hraðari.

Í rannsókninni kemur fram að alheimurinn sé ekki að þenjast hún, hann sé flatur og stöðugur en það taldi Einstein eitt sinn. Í rannsókninni er útskýrt að það sem við sjáum og túlkum sem merki um þenslu alheimsins, sé þróun massa öreinda. Heimsfastinn breytist með tímanum en samkvæmt nýju rannsókninni  þá sé það vegna þess að öreindirnar breytast, ekki vegna útþenslu alheimsins.