7.3 C
Grindavik
20. september, 2021

Cavani hetja Manchester United í endurkomusigri

Skyldulesning

Talibana siglingaklúbburinn

Vestmannaeyjur?

Kvótann heim

Manchester United vann 2-3 sigur gegn Southampton í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag, leikið var á St. Mary’s, heimavelli Southampton. Manchester United lenti 2-0 undir í leiknum en náði að koma til baka og tryggja sér þrjú stig úr leiknum.

Jan Bednarek kom Southampton yfir með marki á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá James Ward-Prowse.

Ward-Prowse var síðan sjálfur á ferðinni er hann tvöfaldaði forystu Southampton með marki úr aukaspyrnu á 33. mínútu. David De Gea, markvörður Manchester United, hefði átt að gera betur og koma í veg fyrir markið.

De Gea þurfti að fara af velli á 46. mínútu vegna meiðsla, inn á kom varamarkvörðurinn Dean Henderson.

Leikar stóðu 2-0 allt þar til á 60. mínútu. Þá minkaði Bruno Fernandes muninn fyrir Manchester United með marki eftir stoðsendingu frá Edinson Cavani.

Cavani jafnaði leikinn fyrir Manchester United með marki á 74. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes.

Cavani var síðan aftur á ferðinni í uppbótartíma venjulegs leiktíma er hann tryggði Manchester United öll stigin þrjú með marki á 92. mínútu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Southampton situr í 5. sæti deildarinnar með 17 stig. Manchester United er í 7. sæti með 16 stig.

Southampton 2 – 3 Manchester United 


1-0 Jan Bednarek (’23)


2-0 James Ward-Prowse (’33)


2-1 Bruno Fernandes (’60)


2-2 Edinson Cavani (’74)


2-3 Edinson Cavani (’90+2)

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir