7.4 C
Grindavik
15. júní, 2021

Cavani í bann fyrir rasisma?

Skyldulesning

Íþróttir
|
Enski boltinn

| mbl
| 30.11.2020
| 9:33

Edinson Cavani var hetja Manchester United í gær.

Edinson Cavani var hetja Manchester United í gær.

AFP

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að skoða skrif úrúgvæska framherjans Edinson Cavani vegna skrifa hans á Instagram. Cavani skoraði tvö mörk fyrir United í mögnuðum 3:2-sigri á Southampton í gær.

Eftir leikinn setti Cavani inn skilaboð á Instagram þar sem hann þakkaði einum fylgjenda sínum með orðunum „gracias negrito“. Orðið „negrito“ getur við notað með niðrandi hætti og var Luis Suárez t.d. úrskurðaður í átta leikja bann fyrir að kalla Patrice Evra á sínum tíma er Suárez lék með Liverpool og Evra með Manchester United.

Verði Cavani fundinn sekur verður hann úrskurðaður í að lágmarki þriggja leikja bann.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir