8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Cavani klár í slaginn en ekki Pogba

Skyldulesning

Íþróttir
|
Enski boltinn

| mbl
| 2.3.2021
| 14:25

Paul Pogba og Edinson Cavani hafa glímt við meiðsli undanfarið.

Paul Pogba og Edinson Cavani hafa glímt við meiðsli undanfarið.

AFP

Útlit er fyrir að úrúgvæski framherjinn Edinson Cavani verði á ný í leikmannahópi Manchester United þegar liðið sækir Crystal Palace heim í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

Cavani hefur misst af síðustu fjórum leikjum United, tveimur í Evrópudeildinni og tveimur í úrvalsdeildinni, eftir að hann meiddist í leik gegn WBA 14. febrúar.

Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri staðfesti í dag að Cavani væri orðinn heill heilsu og yrði að óbreyttu í hópnum annað kvöld. Paul Pogba væri hins vegar ekki byrjaður að æfa með liðinu á ný eftir meiðsli og yrði ekki með. Pogba meiddist í leik gegn Everton 6. febrúar.

Innlendar Fréttir