8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Cavani og Martial ekki með United – De Gea og Shaw ferðast

Skyldulesning

David De Gea og Luke Shaw ferðast með Manchester United til Þýskalands á morgun þegar liðið þarf hið minnsta jafntefli gegn RB Leipzig til að fara í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

Anthony Martial og Edinson Cavani fara ekki með liðinu til Þýskalands vegna meiðsla sem þeir hlutu gegn West Ham á laugardag.

„David ferðast og Luke Shaw sömuleiðis, Edinson og Anthony eru lítilega meiddir. Þeir ferðast ekki,“ sagði Ole Gunnar Solskjær á fréttamannafundi í dag.

De Gea missti af leik helgarinnar vegna meiðsla og Dean Henderson stóð vaktina í markinu. Búist er við að Mason Greenwood verði í framlínu liðsins.

„Mason er mjög hæfileikaríkur framherji, einn sá besti sem ég hef unnið með. Hann skapar færi og getur alltaf skorað mörk.“

„Mason mun bara bæta sig og það er spennandi að vinna með honum.“

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir