0 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Chelsea á toppinn eftir sigur gegn Newcastle

Skyldulesning

Fyrsta leiknum í níundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar er lokið. Newcastle tók á móti Chelsea.

Gestirnir í Chelsea stjórnuðu leiknum og komust yfir eftir tíu mínútna leik. Federico Fernández, leikmaður Newcastle, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Tammy Abraham jók forystuna fyrir Chelsea á 65. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð og Chelsea tók stigin þrjú.

Þar með kom Chelsea sér fyrir á toppi deildarinnar, tímabundið að minnsta kosti. Newcastle er í 13. sæti með 11 stig.

Leicester, Tottenham og Liverpool eiga öll leik um helgina og geta komist upp fyrir Chelsea. Chelsea mun því að öllum líkindum missa toppsætið aftur um helgina.

Newcastle 0 – 2 Chelsea


0-1 Federico Fernández (10′)(Sjálfsmark)


0-2 Tammy Abraham (65′)

Enska deildin í dag:


15:00 Aston Villa – Brighton


17:30 Tottenham – Manchester City


20:00 Manchester United – West Bromwich Albion

Innlendar Fréttir