0 C
Grindavik
20. janúar, 2021

Chelsea hafði betur gegn Leeds – Giroud heldur áfram að skora

Skyldulesning

Chelsea vann 3-1 sigur á Leeds United í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikið var á Stamford Bridge í Lundúnum.

Patrick Bamford kom Leeds United yfir með marki á 4. mínútu.

Olivier Giroud jafnaði leikinn fyrir Chelsea með marki á 27. mínútu, staðan því orðin 1-1.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 61. mínútu þegar að Kurt Zouma kom Chelsea yfir með marki eftir stoðsendingu frá Mason Mount.

Það var síðan Christian Pulisic sem skoraði þriðja mark Chelsea og innsiglaði 3-1 sigur þeirra með marki í uppbótartíma venjulegs leiktíma.

Chelsea er eftir sigurinn í 1. sæti deildarinnar með 22 stig. Leeds er í 13. sæti með 14 stig.

Chelsea 3 – 1 Leeds United 


0-1 Patrick Bamford (‘4)


1-1 Olivier Giroud (’27)


2-1 Kurt Zouma (’61)


3-1 Christian Pulisic (’90+3)

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir