2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Chelsea mætir Liverpool í úrslitum

Skyldulesning

Mason Mount skorar annað mark Chelsea í dag.

Mason Mount skorar annað mark Chelsea í dag. AFP/Ben Stansall

Chelsea tryggði sér í dag sæti í úrslitum enska bikarsins í fótbolta með 2:0-sigri á Crystal Palace á Wembley. Chelsea mætir Liverpool en Liverpool vann Manchester City 3:2 í hinum undanúrslitaleiknum í gær.

Fyrri hálfleikurinn í dag var með rólegasta móti og þurftu markmenn beggja liða lítið að hafa fyrir hlutunum. Cheikhou Kouyaté átti besta færi hálfleiksins er hann átti fínt skot utan teigs en Edouard Mendy í marki Chelsea varði örugglega frá honum og var staðan í leikhléi því markalaus.

Chelsea var hinsvegar töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik og fyrsta markið kom á 65. mínútu þegar Ruben Loftus-Cheek hamraði boltann í netið utan teigs eftir sendingu frá Kai Havertz.

Ellefu mínútum síðar kláraði Mason Mount vel úr teignum eftir sendingu frá Timo Werner og breytti stöðunni í 2:0.

Chelsea og Liverpool munu því mætast í annað skipti á leiktíðinni í úrslitaleik en Liverpool vann í vítakeppni er þau mættust í úrslitaleik deildabikarsins fyrr á tímabilinu. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir