Chelsea mun ekki nýta sér réttinn og sendir hann til baka – Aðeins einn á óskalistanum – DV

0
192

Chelsea ku ekki ætla að nýta sér þann möguleika að kaupa miðjumanninn Denis Zakaria næsta sumar.

Þetta segir blaðamaðurinn Florian Plettenberg sem er ansi virtur og starfar fyrir Sky Sports.

Zakaria er í láni hjá Chelsea frá Juventus en hann hefur staðið sig með prýði í vetur er hann fær tækifæri.

Chelsea er hins vegar aðeins með augastað á einum leikmanni og það er miðjumaður West Ham, Declan Rice.

Zakaria hefur spilað tíu leiki fyrir Chelsea í vetur en meiðsli hafa þó sett strik í reikninginn og er hann ekki alltaf til taks.

Chelsea gæti keypt Zakaria fyrir 30 milljónir punda í sumar en mun þess í stað reyna allt til að fá Rice í sínar raðir.

Enski boltinn á 433 er í boði