Chelsea neitar að borga en ætla þó að reyna fá hann aftur – DV

0
83

Chelsea ætlar að reyna að fá sóknarmanninn Joao Felix aftur í sínar raðir í sumar en neitar þó að kaupa.

Mundo Deportivo á Spáni greinir frá en Felix skrifaði undir lánssamning við Chelsea í janúarglugganum.

Atletico Madrid á Felix en hefur ekki áhuga á að selja hann fyrir minna en 100 milljónir punda.

Það er upphæð sem Chelsea neitar að borga en ætlar sér þó að fá Felix aftur þegar sumarglugginn opnar.

Chelsea vill fá Portúgalann í láni í eitt tímabil til viðbótar en samningur hans við Atletico rennur út 2026.

Þessi 23 ára gamli leikmaður hefur staðið sig ágætlega í London síðan hann kom í janúar en hefur ekki fest sig í sessi undir Frank Lampard hingað til.

Enski boltinn á 433 er í boði