-1 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Chelsea og Everton skoða 17 ára íslenskan markvörð

Skyldulesning

Cecila Rán Rúnarsdóttir gæti verið á förum frá Fylki í ensku úrvalsdeildina en Bjarni Helgason blaðamaður á Morgunblaðinu segir frá þessu.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að Chelsea og Everton hafi bæði áhuga á Cecilo sem er aðeins 17 ára gömul.

Cecila er í A-landsliði Íslands og er einn allra efnilegasti knattspyrnukona Íslands síðustu árin.

Hún ólst upp í Aftureldingu en hefur staðið vaktina í marki Fylkis undanfarið og gert það með stakri prýði.

Knattspyrna kvenna í Englandi er á mikilli uppleið og talsvert meira fjármagn er í úrvalsdeildinni þar í landi en áður hafði verið.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir