10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Chelsea og Man Utd leiða kapphlaupið við Barcelona um afar spennandi miðjumann

Skyldulesning

Barcelona, Manchester United og Chelsea hafa öll áhuga á Aurelien Tchouameni, 22 ára gömlum miðjumanni Monaco í Frakklandi. Það er Sport á Spáni sem greinir frá þessu.

Enn fremur segir spænski miðillinn frá því að Man Utd og Chelsea hafi forskot á Barcelona þar sem leikmaðurinn gæti reynst dýr. Eins og flestum er kunnugt er fjárhagur Barcelona ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Tchouameni þykir afar spennandi leikmaður sem gæti styrkt bæði Chelsea og Man Utd mikið.

Chelsea gæti séð hann sem arftaka N´Golo Kante til langs tíma á meðan Frakkinn ungi myndi auka gæðin á miðju Man Utd mikið.

Tchouameni er hávaxinn leikmaður sem spilar aftarlega á miðjunni. Hann er algjör fastamaður í liði Monaco.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir