Christian Eriksen miðjumaður Manchester United er byrjaður að æfa með liðinu og verður klár í slaginn innan tíðar.
Eriksen meiddist í janúar í leik gegn Reading í enska bikarnum en hann var þá tæklaður all hressilega.
Tæklingin varð til þess að Eriksen hefur ekkert spilað og United fékk Marcel Sabitzer á láni frá FC Bayern.
Bataferli Eriksen hefur gengið betur en vonir stóðu til og gæti hann farið að spila í allra næstu leikjum.
Eriksen hefur æft sjálfur undanfarnar vikur en er nú byrjaður að æfa með liðinu en Erik ten Hag, stjóri United, útilokaði þáttöku Eriksen gegn Brentford á morgun.
Enski boltinn á 433 er í boði