City færist nær Englandsmeistaratitlinum eftir kvöldið – Liverpool hafði betur gegn Fulham – DV

0
117

Tveimur leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool og Manchester City voru í eldlínunni.

Liverpool tók á móti Fulham og var betri aðilinn í fyrri hálfleik. Liðið leiddi eftir hann. Markið kom hins vegar eftir afar umdeildan vítaspyrnudóm.

Darwin Nunez féll þá í teignum eftir viðskipti við Issa Diop, en snertingin var afar lítil. Mo Salah fór á punktinn og skoraði. Liverpool komið í forystu á 39. mínútu.

Ekkert var skoraði í seinni hálfleik og sigldi Liverpool sigrinum heim gegn öflugu liði Fulham.

Liverpool er í fimmta sæti deildarinnar með 59 stig, 4 stigum á eftir Manchester United sem þó á tvo leiki til góða. Fulham er í tíunda sæti með 45 stig.

Magnaður. Getty Images Manchester City tók á móti West Ham á sama tíma.

Heimamenn áttu afar eftitt með að brjóta gestina á bak aftur í fyrri hálfleik. Markalaust var eftir hann.

City var hins vegar ekki lengi að skora í seinni hálfleik. Markið gerði Nathan Ake með skalla.

Á 70. mínútu var komið að Erling Braut Haaland að skora. Um leið bætti hann markametið í ensku úrvalsdeildinni. Markið var hans 35. á leiktíðinni og fer hann fram úr Andy Cole og Alan Shearer.

Phil Foden innsiglaði 3-0 sigur City á 85. mínútu.

City er aftur komið á topp deildarinnar og er stigi á undan Arsenal, auk þess að eiga leik til góða. West Ham er í fimmtánda sæti, 4 stigum fyrir ofan fallsæti.

Enski boltinn á 433 er í boði