5 C
Grindavik
8. maí, 2021

City leiðir kapphlaupið um Grealish

Skyldulesning

Manchester City er líklegast til þess að krækja í Jack Grealish miðjumann Aston Villa í sumar. Frá þessu segir Daily Mail.

Grealish er 25 ára gamall og hefur átt góða spretti með Villa í vetur, hann er sagður vilja taka stærra skref á ferli sínum.

Manchester United sýndi Grealish áhuga síðasta sumar en fór ekki lengra með það, sagt er að Villa vilji 100 milljónir punda fyrir Grealish.

Manchester City er með yfirburði þegar kemur að fjármunum þessa dagana, eigendur félagsins eru efnaðir og geta brúað bilið vegna COVID-19.

Grealish hefur verið meiddur síðustu vikur en hann hefur fengið tækifæri með enska landsliðinu undanfarið.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir