3 C
Grindavik
1. mars, 2021

City lenti í vandræðum gegn D-deildar liði

Skyldulesning

Phil Foden jafnar metin í leiknum í kvöld.

Phil Foden jafnar metin í leiknum í kvöld.

AFP

Manchester City vann 3:1 sigur gegn D-deildar liði Cheltenham Town í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í kvöld. Þrjú mörk undir lok leiks tryggðu City sigurinn eftir að Cheltenham hafði tekið forystuna eftir klukkutíma leik.

City stillti upp sterku liði þar sem Phil Foden, Riyad Mahrez, Fernandinho,  Aymeric Laporte, Gabriel Jesus, Ferran Torres og Benjamin Mendy voru á meðal byrjunarliðsmanna.

Staðan í hálfleik var sem fyrr segir markalaus og ekki batnaði það fyrir City-menn þegar Alfie May, framherji Cheltenham, kom heimamönnum yfir.

Það var ekki fyrr en á 81. mínútu að City náðu náði loks að jafna, þegar Foden skoraði. Örskömmu síðar bættu City-menn við þegar Gabriel Jesus kom þeim yfir.

Liðsmenn Cheltenham reyndu að jafna metin en komust ekkert áleiðis. Fengu þeir þess í stað þriðja markið í andlitið í blálokin þegar Torres skoraði þegar þrjár mínútur voru liðnar af uppbótartíma.

City er þar með komið áfram og mætir Swansea City í fimmtu umferð.

Innlendar Fréttir