
Michael Regan/Getty Images
West Brom, sem hefur aðeins unnið einn leik í ensku úrvalsdeildinni í vetur, sótti stig á Etihad leikvanginn í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Manchester City.
Flestir bjuggu við stórsigri City í kvöld en þeir gerðu markalaust jafntefli við Man. United í slagnum um Manchester um liðna helgi.
Ilkay Gündogan kom City yfir eftir hálftíma leik. Þeir bláklæddu höfðu þó haldið boltanum lengi innan liðsins áður en Raheem Sterling kom boltanum á þann þýska sem skoraði.
22 – Ilkay Gündogan has scored his first Premier League goal in 22 games, since netting against Leicester in December last year. Catch. #MCIWBA
— OptaJoe (@OptaJoe) December 15, 2020
Gestirnir náðu þó að jafna fyrir hlé og það gerði Semi Ajayi. Eftir aukaspyrnu og mikinn darraðadans, barst boltinn til varnarmannsins sem skaut í varnarmann City og í netið.
City reyndi og reyndi í síðari hálfleik að troða inn sigurmarkinu en allt kom fyrir ekki. Sam Johnstone varði og varði í marki WBA. Lokatölur 1-1 og fóru nýliðarnir þakklátir með eitt stig af Etihad.
City er nú í 6. sætinu með tuttugu stig, fimm stigum á eftir toppliðunum Tottenham og Liverpool. WBA er með sjö stig í næst neðsta sæti deildarinnar.
West Brom earn their first point against Manchester City in the Premier League for the first time since December 2008.
A run of 13 consecutive league defeats finally comes to an end. pic.twitter.com/g3WeSpqxho
— Squawka Football (@Squawka) December 15, 2020