12.2 C
Grindavik
31. júlí, 2021

City valtaði yfir Jóhann Berg og félaga

Skyldulesning

Riyad Mahrez var í aðalhlutverki hjá City.

Riyad Mahrez var í aðalhlutverki hjá City.

AFP

Manchester City vann afar sannfærandi 5:0-heimasigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Alsíringurinn Riyad Mahrez var í aðalhlutverki hjá City og skoraði þrennu. Mahrez skoraði tvö fyrstu mörkin á fyrstu 22 mínútunum áður en Benjamin Mendy bætti við marki á 41. mínútu og var staðan í hálfleik 3:0 en Kevin De Bruyne lagði upp tvö marka heimamanna.

Spánverjinn Ferrán Torres bætti við fjórða marki City á 66. mínútu og Mahrez skoraði sitt þriðja mark og fimmta mark City á 69. mínútu og þar við sat. Jóhann Berg Guðmundsson var allan tímann á varamannabekk Burnley.

Manchester City er nú í áttunda sæti með 15 stig og Burnley í 17. sæti með aðeins fimm stig.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir