5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Clara farin í ÍBV frá Selfossi

Skyldulesning

Clara Sigurðardóttir hefur skrifað undir árs samning við ÍBV sem leikur í Pepsi-max deild kvenna. Þetta var tilkynnt á heimasíðu ÍBV í dag.

Clara lék með Selfossi á síðustu leiktíð þar sem hún spilaði 18 leiki í deild og bikar og skoraði eitt mark. Clara á að baki fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands.

Clara er uppalin í ÍBV og hefur spilað 57 leiki með félaginu.

Fyrr í mánuðinu tilkynnti ÍBV að Kristín Erna Sigurlásdóttir hafi skrifað undir samning við félagið eftir árs dvöl hjá KR.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir