6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Comet getur varðað veginn fyrir MAX.

Skyldulesning

1952 var bjart yfir breskum flugvélaiðnaði. Teknar voru í notkun fyrstu farþegaþotur sögunnar af De Havilland Comet gerð og Bretar voru átta árum á undan öðrum þjóðum á þessu sviði. 

Þetta var stærsta framfaraskrefið í farþegaflugi síðan DC-3 kom til sögunnar. 

En gleðin varð skammvinn.  Með nokkurra mánaða millibili gerðist svipað og með Boeing 737 MAX. 

Þessar glæstu farþegaþotur sem flugu 40 prósent hraðar en bestu flugvélarnar með bulluhreyflum, DC-6b, DC-7b og Lockheed Constellation hrundu niður yfir sjó og útilokað var að finna út hvað olli því. 

Til þess þurfti ekki aðeins að ná brakinu upp af hafsbotni, heldur varð að raða brotunum saman í aðgerð, sem markaði tímamót í sögu flugslysa hvað varðaði rannsókn sem tók nær tvö ár. 

Það eina sem flýtti fyrir var sú staðreynd að vélarnar höfðu sprungið þegar þær voru komnar langleiðina í klifri frá brottfararstað. 

Svipað gerðist 66 árum síðar þegar MAX þoturnar tvær fórust, báðar í klifri fljótlega eftir flugtak. 

En ástæðurnar voru ólíkar, því að orsök Comet slysanna reyndist vera nýtt fyrirbæri, málmþreyta við hina ferköntuðu glugga þotnanna. 

Þetta stafaði einnig af því að þoturnar fóru upp í mun meiri hæð en bulluhreyflavélarnar og því varð meira álag á skelina vegna meiri þrýstingsmunar í jafnþrýstirýminu. 

Þetta þýddi það að breyta þannig hönnun skrokkanna að ekkert svona gæti gerst aftur. 

Það var gert heldur betur rækilega og Comet 4 flaug fyrsta farþegaþotuflugið yfir Atlantshafið 1958 um svipað leyti og Boeing 707 fór sitt fyrsta flug. 

Comet flaug farsællega eftir þetta, og við Íslendingar kynntust Nimrod þotum breska hersins, sem voru hernaðargerð Comet og komu við sögu í Þorskastríðunum. 

En Bretar gátu aldrei unnið upp það tjón sem Comet slysin ollu. 

1958 hafði orðið það mikil framför í smíði farþegaþotna sem voru bæði stærri og með stærri hreyflum, að Banaríkjamenn komust í fararbrodd í fluginu og hafa haldið þeirri stöðu að mestu síðan, þótt nú blási á móti. 

Síðuhöfundur þurfti að taka um það ákvörðun daginn sem Boeing 737 MAX flaug síðast flugið fyrir kyrrsetningu, hvort hætta ætti við að fara í þetta flug án þess að fá endurgreitt. 

Sem betur fór hafði ég eytt eins miklum tíma í að kynna mér slysin og mögulegt var til að ákveða að láta slag standa og rakti það hér á síðunni á sínum tíma. 

Í fyrra var það niðurstaða skoðanankönnnunar í Bandaríkjunum að 70 prósent svöruðu þeirri spurningu neitandi, hvort þeir myndu stíga upp í Boeing 737 MAX. 

En það er ekki frekar ástæða til þess að fælast þessar þotur en Comet á sínum tíma eftir slysin á þeim. 

Allar rannsóknir og tækni eru fullkomnari nú en þá.  

Það voru að vísu hönnunarmistök sem ollu óförunum bæði hjá MAX og Comet en nú ætti að vera hægt að treysta því að búið sé að leysa vandann jafn nú sem árið 1958.  

Það breytir því þó ekki að best hefði verið að komast hjá því að þurfa að vera að vesenast með auka tólvustýrðan búnað á Boeing 737 MAX, sem ekki þarf að hafa í aðal keppinautnum Airbus 320 Neo. 

Það er nefnilega enn í gildi sem Henry Ford sagði um einfaldleika Ford T: „Það sem ekki er í bílnum bilar aldrei.“ 


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir