Costa fær ekkert að vita um framtíð sína – DV

0
67

Wolves hefur ekki enn tjáð Diego Costa það hvort honum muni bjóðast nýr samningur hjá félaginu eður ei. Mirror segir frá þessu.

Costa gekk í raðir Úlfanna í upphafi þessarar leiktíðar á frjálsri sölu. Hann hafði ekkert spilað fótbolta í meira en hálft ár.

Hann hefur verið að koma sér í gang undanfarið og á dögunum skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir Wolves í sigri á Brentford.

Það er hins vegar ekki víst að hinn 34 ára gamli Costa fái nýjan samning hjá Wolves. Félagið lætur hann bíða og sjá.

Núgildandi samningur framherjans rennur út í sumar og að öllu óbreyttu verður hann þá atvinnulaus á ný.

Enski boltinn á 433 er í boði