1 C
Grindavik
17. janúar, 2021

Covid og Sörur

Skyldulesning

2.12.2020

Covid og Sörur

21. nóvember Sörur

Vantar ekki vörurnar,

um víðfeðmt internetið.

Svartamarkaðs sörurnar

sífellt get ég étið.

Sörubakstur svíkur ei

svitna vart við staupið.

Gliðnar veski, gleður mey,

geggjað tímakaupið

22 október Covid

Lymskufullt og ljótt er haust

leitt er þófið.

Enginn gengur grímulaust

gegnum Kófið.

Nú er ástand nokkuð svart,

næstum óvit.

Allir gera ætla margt,

eftir Covid.


Meginflokkur: Ljóð | Aukaflokkur: Stökur |


«
Síðasta færsla

Innlendar Fréttir