6.3 C
Grindavik
26. október, 2021

CrossFit höfuðstöðvarnar flýja gömlu draugana í Kaliforníu

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Það eru nýir og breyttir tímar hjá CrossFit samtökunum og nýr eigandi lætur sér ekki nægja að breyta öllu innanhúss hjá samtökunum.

Kalifornía verður ekki lengur heimastöð CrossFit íþróttarinnar því nýr eigandi vill endurnýja allt í samtökunum og þar á meðal staðsetninguna.

CrossFit samtökin hafa verið með sínar aðalstöðvar í Kaliforníu frá stofnum en ekki mikið lengur. Eric Roza, nýr eigandi og framkvæmdastjóri CrossFit, hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvarnar á sinn heimavöll.

Morning Chalk Up segir frá því að höfuðstöðvarnar hjá CrossFit munu á næstunni flytja sig frá Scotts Valley í Kaliforníu fylki til Boulder í Colorado fylki.

Eric Roza og hefur tryggt sér leigusamning á 650 fermetra leiguhúsnæði sem er aðeins í 3,2 kílómetra fjarlægð frá CrossFit stöðinni hans sem heitir CrossFit Sanitas. Það fylgir líka sögunni að þótt að það sé stutt íCrossFit stöðina hans þá verður samt líkamsræktarsalur í nýju höfuðstöðvunum.

Stefnan hefur verið sett á að flytja höfuðstöðvarnar um miðjan desember en til að byrja með munu fimmtán manns vinna í nýju starfstöð samtakanna.

Fyrsta CrossFit stöðin var í Santa Cruz í Kaliforníu en hana stofnaði upphafsmaður CrossFit, Greg Glassman, árið 2000.

Kalifornía hafa ekki aðeins verið heimastöð höfuðstöðvanna því tíu fyrstu heimsleikarniar fóru fram í fylkinu, fyrst í Aromas og svo í Los Angeles. Heimsleikarnir fluttu svo til Madison í Wisconsin fylki árið 2017 en auðvitað voru leikarnir ár haldnir á CrossFit búgarðinum í Kaliforníu vegna kórónuveirufaraldursins.

Eric Roza hefur látið verkin tala síðan að hann tók við forystunni hjá CrossFit. Hann ætlar sér að stækka íþróttina og þá ekki síst utan Bandaríkjanna.

Það má líka líta á þennan flutning sem dæmi um nýja tíma fyrir CrossFit fjölskylduna sem núna ætlar að skilja eftir slæmu drauga fortíðarinnar í gömlu höfuðstöðvunum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir