10.2 C
Grindavik
24. júní, 2021

CrossFit Samtökin kynna nýja jólagjöf fyrir CrossFit fólk

Skyldulesning

Sport

Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsóttir fagna sigri fyrir nokkrum árum síðan.
Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsóttir fagna sigri fyrir nokkrum árum síðan.
Mynd/Instagram/butchersclassics

Nýr eigandi CrossFit samtakanna vill fjölga fólki í íþróttinni og jólin í ár gætu hjálpað honum á þeirri vegferð.

CrossFit samtökin gáfu ekki aðeins út nýtt og breytt keppnisdagatal í gær því einnig var opnað fyrir möguleikann á því að gefa mjög nytsamlega jólagjöf í ár.

Jólagjöfin gæti því verið fundin fyrir þá sem eru í vandræðum með að finna flotta gjöf fyrir CrossFit fólk.

Í fyrsta sinn í sögunni er nú möguleiki á því að gefa CrossFit fólki skráningu í The Open hjá CrossFit samtökunum.

Samtökin eru að selja gjafakóða sem gefur meðlimum CrossFit samfélagsins tækifæri á að kaupa skráningu á The Open 2021 fyrir fjölskyldu og vini.

Það verður athyglisvert að fylgjast með hvort þetta auki þáttökufjöldann á The Open sem fer fram í mars á næsta ári.

Það er hægt að nálgast upplýsingar um þennan möguleika með því að smella hér.

Every part of this season has been designed to ensure as many people as possible can take part in and experience the excitement, challenge, and joy of the Open, said Eric Roza, CEO of @CrossFit. https://t.co/6vy07BA9DY

— The CrossFit Games (@CrossFitGames) December 17, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir