Daði steig loksins á stóra sviðið og þjóðin sem og Evrópa tapaði sér – „Hann stal keppninni án fyrirhafnar“ – DV

0
71

Daði Freyr Pétursson hélt uppi heiðri Íslendinga á úrslitakvöldi Eurovision í kvöld þegar hann steig loksins á svið sem skemmtiatriði og flutti lagið Whole again.

Þetta er í fyrsta sinn sem Daði stígur á stokk í keppninni en eins og glöggir muna var hann framlag Íslands í keppnina árið 2020 með lagið Think about things og spáð gífurlega góðu gengi. En vegna COVID var keppnin blásin af.

Aftur varð Daði framlag okkar árið síðar, 2021, en aftur steig faraldurinn inn í atburðarás og var Daði ásamt gagnamagninu í sóttkví þegar stóra stundin rann upp og þurfti því að spila upptöku í stað þesss að lagið yrði flutt í beinni.

Segja má að Daði hafi fengið uppreist æru í kvöld og hreinlega slegið í gegn.  Hér er, takið eftir, tekið lítið brot – sjúklega lítið – af þeim gífurlega góðu viðtökum sem hann hefur fengið

How has Daði Freyr made Whole Again such an epic version 😱 obsessed 👏🏼 #Eurovision #Eurovision2023 pic.twitter.com/ga5qr7IZZ6

— Wando (@Wandoful) May 13, 2023

Screaming crying and throwing up over Daði Freyr getting the moment he so deserves on that stage