8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Dæmdir fyrir að hafa nauðgað ís­lenskri stelpu á Krít

Skyldulesning

Tveir þýskir karlmenn á fertugsaldri hafa verið dæmdir fyrir að hafa nauðgað íslenskri unglingsstúlku þegar hún var í skólaferðalagi á Krít í júní í fyrra. Annar maðurinn var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi og hinn í fjögurra ára fangelsi.

Stúlkan var í skólaferðalagi þegar atvikið átti sér stað og var hún aðeins nítján ára á þeim tíma. Mennirnir eltu stelpuna út af krá, þar sem þau höfðu stuttlega talað saman, og drógu hana inn í húsasund þar sem þeir skiptust á að nauðga henni. Breska dagblaðið The Sun greinir frá.

Fyrir dómi greindi stelpan frá því að annar maðurinn hafi „þakkað henni fyrir tíma hennar,“ áður en þeir yfirgáfu árásarstaðinn.

Stúlkan var illa lemstruð eftir árásina en henni tókst að koma sér aftur upp á hótelið sem hún dvaldi á þar sem hún hringdi á lögreglu og gaf skýrslu. Mennirnir voru stuttu síðar handteknir.

Stúlkan ferðaðist til Grikklands ásamt móður sinni til þess að bera vitni fyrir dómi þar sem hún sagðist handviss um að þýsku mennirnir væru hinir seku. Þeir neituðu báðir sök.

Þrátt fyrir það töldu fimm af sjö kviðdómendum við réttinn í Heraklion að mennirnir væru sekir og voru þeir því dæmdir, annar í fjögurra ára fangelsi og hinn í fjögurra og hálfs árs fangelsi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir