6 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Dæmdur fyrir að myrða tvo í Maniit­soq

Skyldulesning

Dómstóll á Grænlandi dæmdi í gær 22 ára karlmann í ótímabundið fangelsi (d. forvaring) fyrir að hafa drepið tvo, karl og konu, á síðasta ári.

Karlinn og konan fundust myrt í íbúð þann 17. Desember í bænum Maniitsoq sem er að finna á vesturströnd Grænlands. Maðurinn var 55 ára og konan liðlega fimmtug og höfðu bæði verið stungin með hníf.

Í frétt Sermitsiaq.AQ kemur fram að rannsókn hafi leitt í ljós að karlmaðurinn hafi verið stunginn 39 sinnum, en konan að minnsta kosti sjötíu sinnum.

Við ákvörðun refsingar tók dómari tillit til niðurstöðu geðrannsóknar og var niðurstaðan ótímabundið fangelsi.

Um 2.800 manns búa í Maniitsoq, sem er sjötti stærsti bær landsins. Hann hét áður Sukkertoppen en bærinn er um 150 kílómetra norðan við Nuuk, á eyju skammt undan meginlandi Grænlands.


Tengdar fréttir


Lögreglan í Maniitsoq á Grænlandi hefur handtekið 22 ára karlmann og er hann grunaður um að hafa myrt karl og konu, sem fundust látin í íbúð í bænum í fyrrinótt.


Tveir einstaklingar fundust myrtir síðastliðna nótt í íbúð í bænum Maniitsoq á Grænlandi. Hin látnu voru karlmaður á sjötugsaldri og liðlega fimmtug kona og höfðu þau verið stungin með hníf.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir