0 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Dæmdur fyrir að stela fjármunum af orlofsreikningi

Skyldulesning

Innlent

| mbl
| 13.11.2020
| 16:19

Héraðsdómur Reykjavíkur

Héraðsdómur Reykjavíkur

mbl.is/Þór

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir skjalafals og fjársvik með því að hafa árið framvísað í átta skiptum yfirlýsingum vegna útborgunar orlofsfjár utan orlofstíma fyrir aðra menn og þannig tekið út 722 þúsund krónur af orlofsreikningi í Íslandsbanka.

Í ákæru málsins kemur fram að maðurinn hafi undirritað nöfn þeirra sem upphæðin var eyrnamerkt og þannig komist yfir orlofsfé í átta skipti. Voru fjárhæðirnar frá 48 þúsund krónum upp í 138 þúsund krónur. Áttu brot mannsins sér stað frá apríl árið 2017 til mars árið 2018.

Var manninum jafnframt gert að greiða Íslandsbanka fjárhæðina til baka auk vaxta. Hafði hann játað brot sín fyrir dómi en hafnað bótakröfunni.

Innlendar Fréttir