7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Dæmdur fyrir falsað læknisvottorð

Skyldulesning

Maðurinn var starfsmaður hjá Alcoa fjarðaráli á Reyðarfirði.

Maðurinn var starfsmaður hjá Alcoa fjarðaráli á Reyðarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Landsréttur hefur staðfest tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm yfir karlmanni sem falsaði læknisvottorð og sendi á atvinnurekanda sinn vegna fjarvista. Breytti maðurinn vottorði sem staðfesti óvinnufærni hans í þrjár vikur þannig að tímabilið lengdist um tvo mánuði.

Maðurinn var ákærður fyrir skjalafals með því að hafa í blekkingarskyni sent yfirmanni sínum hjá Alcoa Fjarðaráli læknisvottorðið falsaða. Hafði hann áður orðið fyrir slysi við vinnu sína hjá fyrirtækinu.

Efasemdir vöknuðu

Kemur fram í dóminum að hann hafi mátt vita af breytingunni sem gerð var í þeim tilgangi að hann fengi laun í veikindaleyfi í tvo mánuði umfram það sem læknisvottorðið sagði til um að hann ætti rétt á.

Eftir slysið fór maðurinn til föður síns á suðvesturhorni landsins og fékk þar læknisvottorðið. Sendi hann fyrst mynd rafrænt af vottorðinu, en efasemdir vöknuðu strax hjá fyrirtækinu um áritaða lokagildistíma vottorðsins. Var því óskað eftir vottorðinu í bréfpósti. Svaraði maðurinn því til að hann ætlaði að senda gögnin, en aldrei varð af því.

Hafði vitneskju um breytinguna

Maðurinn játaði að hafa sent vottorðið rafrænt og að hann vefengdi ekki að átt hafi verið við lokagildistímann á vottorðinu. Hann neitaði hins vegar að hafa komið þar að máli. Sagði hann vin sinn hafa krotað á vottorðið í gleðskap, en að hann hafi sjálfur ekki talið það skipta máli þar sem hann taldi að Alcoa og læknirinn væru í beinu sambandi, sem var ekki rétt. Hann hafi því ekki hugsað út í þetta þegar hann sendi vottorðið á Alcoa sem var falsað.

Segir í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur staðfestir, að maðurinn hafi á þeim tíma sem hann sendi Alcoa vottorðið haft vitneskju um breytinguna og að hann hafi látið þetta atriði sér í léttu rúmi liggja og þar með hafi hann í verki sýnt vilja til þess að hafa áhrif á ákvörðunartöku vinnuveitanda síns og þar með beitt blekkingum í lögskiptum. Sé þar með sannað skjalafalsið og hann því dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sakarkostnaðar fyrir báðum dómstigum, sem samtals eru um 1,9 milljónir.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir