5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að berja og skalla mann – Átti að verða stórstjarna

Skyldulesning

Ronnie Wallwork fyrrum leikmaður Manchester United hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás.

Wallwork var vonarstjarna í unglingastarfi United og varð Englandsmeistari með félaginu árið 2001. Ferill hans hjá United náði ekki flugi en Wallwork lék rúma 100 leiki fyrir West Brom á ferli sínum.

Wallwork er 43 ára gamall og var sakaður um að hafa skaðað sjón hjá manni sem hann lenti í áflogum við á knæpu í Bretlandi.

Wallwork lengst til hægri

Getty Images

Wallwork var sakaður um að hafa ráðist á manninn, hann var einnig sakaður um að hafa skallað manninn með fyrrgreindum afleiðingum. Dómarinn taldi Wallwork sekan og dæmdi hann í 18 mánaða fangelsi

„Sú staðreynd að þú hafir játað brotið, mun hjálpa þér,“ sagði dómari þegar málið var tekið fyrir. Wallwork gekkst við broti sínu og fer nú á bak við lás og slá.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir