Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morð – Skar hjartað úr og eldaði – DV

0
165

Nýlega var Lawrence Paul Anderson, 44 ára, dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir þrjú morð, líkamsárás og árás með banvænu vopni. Hann á ekki möguleika á reynslulausn. People segir að hann hafi verið fundinn sekur um að hafa myrt frænda sinn, 4 ára barnabarn frændans og nágrannakonu. Þegar hann hafði myrt konuna skar hann hjarta hennar úr henni og eldaði.

Anderson játaði að hafa banað fólkinu þann 9. febrúar 2021, eða þar um bil, í Chickasha í Oklahoma að sögn NBC News.

Hann játaði einnig að hafa slasað frænku sína en hún rófubeins- og rifbeinsbrotnaði og missti annað augað í árás hans.

Konan, sem hann myrti, var nágranni ættingja hans. Hann braust inn til hennar og myrti með 40 hnífsstungum. Fjarlægði síðan annað auga hennar, maga og hjarta að sögn The Oklahoman. Hann fór síðan með hjartað heim til frænku sinnar og frænda og sauð það þar með kartöflum. Hann ætlaði síðan að gefa ættingjum sínum þetta að borða til að sleppa djöflum lausum.

Eftir að hann hafði reynt að bera þetta á borð fyrir þau réðst hann á þau og banaði frænda sínum og barnabarni hans.