5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Dæmi um velheppnað alþjóðasamstarf, öðru nafni framsal ríkisvalds.

Skyldulesning

Allt frá stofnunarári lýðveldisins hafa íslendingar gerst fullgildir aðilar að alþjóðastofnunu og alþjóðasamningum. 

ICAO eða Alþjóða flugmálastofnunin var fyrst þeirra stofnana sem féllu undir „þjóðréttrsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu“ eins og það er orðað frumvarpi stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga.   

Þessi grein, 111. greinin, hefur verið mikill þyrnir í augum harðsnúins hóps manna sem hafa úthrópað hana sem afsal fullveldis og landráð. 

Þegar þeir hafa verið beðnir um að nefna dæmi í slíka svívirðu, til dæmis með því að benda á einhver af tugum og jafnvel hundruðum alþjððasamninga og samstarfs síðan 1944´sem feli í sér meint landráð, hafa ekki fengist svör. Til dæmis með því að að þessir andstæðingar alþjóðasamstarfs bentu á, hvernig öðruvísi væri hægt að haga flugi og siglingum án alþjóðlegs samstarfs og reglna. 

Er þó af nógu að taka allt frá aðildinni að Alþjóða flugmálastofnuninni og Sameinuðu þjóðunum með alla sína fjölbreytilegu og fjölmmörgu sáttnála. 

Í 77 ára sögu samstarfs á sviði siglinga og fiskiveiða hafa Íslendingar náð margfalt meiri árangri með markvissu og góðu starfi á sviði hafréttrmála, og er svo enn.   

Einu sinni var það nefnt í gráglettnu spjalli síðuhafa á skemmtistöðum að fyrir mann sem stundaði nefndarstörf af miklu kappi væri samkvæmt orðanna hljóðan varla hægt að komast neðar „hjá sjálfum kjaftaskjóðunum hjá Sameinuðu þjóðunum“ en að vera meðlimur í undirnefnd hafsbotnsnefndarinnar. 

En reyndar er með slíku kersknisspjalli um algert öfugmæli að ræða þegar litið er til hins mikla árangurs sem okkar menn hafa náð á þeim vettvangi.  


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir