5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Dagný spilar á Old Trafford

Skyldulesning

Dagný Brynjarsdóttir leikur með West Ham.

Dagný Brynjarsdóttir leikur með West Ham.

Ljósmynd/West Ham

Kvennalið Manchester United leikur á Old Trafford-vellinum er liðið fær West Ham í heimsókn laugardaginn 27. mars í ensku úrvalsdeildinni.

Kvennaliðið leikur heimaleiki sína á Leigh Sports Village-vellinum sem tekur 11 þúsund áhorfendur, en þar sem karlaliðið leikur ekki á Old Trafford-vellinum á sama tíma vegna landsleikjahlés, fær kvennaliðið afnot af vellinum í einn leik.

Dagný Brynjarsdóttir leikur með West Ham og fær því að leika á Old Trafford-vellinum, sem er einn sá frægasti leikvangur í heimi. Dagný kom til West Ham í janúar en vegna meiðsla  hefur hún aðeins leikið einn leik með liðinu til þessa.

West Ham er í miklu basli í deildinni og í neðsta sæti með aðeins átta stig eftir fjórtán leiki. West Ham leikur gegn Birmingham 17. mars og heimsækir síðan Manchester United 27. mars.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir