10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Dagskráin í dag – Alfons á Celtic Park

Skyldulesning

Sport

Arnar Geir Halldórsson skrifar

Alfons Sampsted.
Alfons Sampsted. Getty/Boris Streubel

Það er af nógu að taka á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag þar sem boðið verður upp á beinar útsendingar frá alls kyns íþróttum.

Í knattspyrnunni er komið að Evrópudeildinni og Sambandsdeild Evrópu eftir að Meistaradeildin átti sviðið í gær og í fyrradag.

Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted og félagar hans í Noregsmeisturum Bodo/Glimt verða í eldlínunni í Sambandsdeildinni og mæta skoska stórveldinu Celtic í Glasgow.

Í Evrópudeildinni verður hitt Glasgow stórveldið í eldlínunni þar sem Rangers heimsækir Dortmund í áhugaverðum leik en einnig eigast Porto og Lazio við í Evrópudeildinni. Alls verða fimm fótboltaleikir sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld.

Íslenski körfuboltinn verður á sínum stað þar sem tveir leikir úr Subway deildinni verða sýndir. Annars vegar tekur ÍR á móti Val og hins vegar eigast Stjarnan og KR við.

Alla viðburði dagsins má sjá hér neðst í fréttinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir