7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Dagskráin í dag: Baráttan um Wales og Madríd

Skyldulesning

Tíu beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports og hliðarrásum í dag. Golf, enski fótboltinn, spænski fótboltinn og ítalski boltinn er á dagskránni í dag og það er stórleikur í kvöld.

Dagurinn hefst snemma en klukkan 07.00 hefst útsending frá DP World Tour meistaramótinu. Það er ekki eina golfmótið í dag því einnig má finna QBE Shootout klukkan 18.00 og US Womens Open klukkan 19.30.

Cardiff mætir Swansea í hádegisleiknum í ensku B-deildinni í baráttunni um Wales. Crotona og Spezia mætast klukkan 13.50 á Ítalíu en klukkan 15.05 er það Getafe gegn Sevilla.

Fleiri fótboltaleikir eru á dagskránni í dag. Torino mætir Udinese klukkan 16.50 og klukkan 17.20 er það Huesca gegn Alaves. Í kvöld eru það svo tveir hörkuleikir; Lazio gegn Hellas Verona og klukkan 19.50 er það stórleikur dagsins er Real Madrid mætir Atletico Madríd.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir