Sport

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því spænska í vináttulandsleik í dag. Þá komumst við að því hvaða þjóðir komast á HM í knattspyrnu karla sem fram fer í Katar síðar á þessu ári.
Stöð 2 Sport
Klukkan 18.35 er komið að vináttulandsleik Spánar og Íslands. Íslenska liðið gerði 1-1 jafntefl við Finnland á dögunum en reikna má með að verkefni dagsins verði töluvert erfiðara.
Stöð 2 Sport 2
Danmörk og Serbía mætast í vináttulandsleik klukkan 16.00. Útsending hefst tíu mínútum fyrr eða klukkan 15.50.
Klukkan 18.35 er komið að leik Portúgals og Norður-Makedóníu en sigurvegarinn tryggir sér sæti á HM í Katar.
Markaþáttur HM 2022 er á dagskrá 20.45.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 18.35 er komið að leik Póllands og Svíþjóðar. Sigurvegarinn tryggir sér sæti á HM í Katar.