4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Dagskráin í dag: Ítalskur og spænskur fótbolti

Skyldulesning

Sport

Það hefur ekkert gengið hjá Genoa á leiktíðinni.
Það hefur ekkert gengið hjá Genoa á leiktíðinni.
Jonathan Moscrop/Getty Images

Þrjár beinar útsendingar eru á Stöð 2 Sport í dag en þar má finna fótbolta sem og rafíþróttir.

Fiorentina og Genoa mætast í ítalska boltanum klukkan 19.35. Fiorentina er í 17. sætinu með átta stig en Genoa hefur einungis unnið einn leik. Liðið er í 19. sætinu með fimm stig.

Klukkan 19.50 er það Eibar gegn Valencia. Eibar er í 13. sætinu en Valencia er í 16. sætinu. Eitt stig skilja liðin að.

Síðasta beina útsending dagsins er svo á Stöð 2 eSport er GameTíVí fer í loftið. Útsendingin hefst klukkan 20.00.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir