2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Dagskráin í dag – Körfuboltaveisla á Sportinu

Skyldulesning

Sport

Arnar Geir Halldórsson skrifar

Blikar eru að eltast við sæti í úrslitakeppninni.
Blikar eru að eltast við sæti í úrslitakeppninni. Vísir/Hulda Margrét

Það er af nógu að taka á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag þar sem níu beinar útsendingar verða á boðstólnum.

Nú styttist óðum í hátind körfuboltaársins þegar úrslitakeppnirnar fara senn að hefjast, jafnt hérlendis sem og vestanhafs í NBA deildinni.

Alls verður sýnt beint frá fimm körfuboltaleikjum á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag; tveimur úr Subway deild karla, einum úr Subway deild kvenna, einum úr spænsku úrvalsdeildinni og einum úr NBA körfuboltanum þar sem Detroit Pistons fær New York Knicks í heimsókn.

Subway tilþrifin með Kjartani Atla Kjartanssyni eru á dagskrá klukkan 22:00 í kvöld þar sem farið verður yfir allt það helsta í körfuboltanum.

Auk körfubolta verður golf, handbolti og rafíþróttir meðal dagskrárefnis á Stöð 2 Sport í dag en alla viðburði dagsins má sjá hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir