dagskrain-i-dag:-lengjubikarinn,-subway-deildin-og-rafithrottir

Dagskráin í dag: Lengjubikarinn, Subway-deildin og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á sex beinar útsendingar á þessum ágæta miðvikudegi.

Dagskráin hefst á tveimur leikjum í UEFA Youth League. Sá fyrri er viðureign Genk og Chelsea klukkan 14:50 og svo klukkan 16:55 mætast Hadjuk Split og Atlético Madrid. Báðir leikir verða sýndir á Stöð 2 Sport 2.

Stöð 2 Sport 4 sýnir frá tveimur leikjum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Klukkan 18:05 tekur Grindavík á móti Haukum og klukkan 20:05 mætir Keflavík í heimsókn til Vals.

Klukkan 18:55 eigast Keflavík og Leiknir R. við í Lengjubikar karla í fótbolta á Stöð 2 Sport.

Það eru svo vinkournar í Babe Patrol sem leiða okkur inn í nóttina, en eins og alla miðvikudaga hefst útsending á Stöð 2 eSport klukkan 21:00.


Posted

in

,

by

Tags: