7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Dagskráin í dag: Subway-deildin, Lengjubikarinn, Golf og rafíþróttir

Skyldulesning

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar

Dagskrá sportrása Stöðvar 2 ætti ekki að svíkja neinn í dag, en boðið verður upp á níu beinar útsendingar úr hinum ýmsu íþróttum.

Stöð 2 Sport

Subway-deild karla í körfubolta er allsráðandi á Stöð 2 Sport í kvöld, en tveir leikir eru á dagskrá. Breiðblik tekur á móti Grindavík klukkan 18:05 og klukkan 20:00 er komið að toppslag Þórs frá Þorlákshöfn og Keflavíkur, en þessi tvo lið mættust í úrslitaeinvíginu á seinasta símabili þar sem Þórsarar höfðu betur.

Klukkan 22:00 er svo komið að Subway Körfuboltakvöldi þar sem sérfræðingarnir fara yfir allt það helsta úr liðinni umferð.

Stöð 2 Sport 4

Bland í poka er það sem Stöð 2 Sport 4 býður upp á í dag, en dagurinn hefst á Magical Kenya Ladies Open á LET-mótaröðinni í golfi klukkan 12:00.

Klukkan 15:55 hefst bein útsending frá viðureign Breiðabliks og Íslendingaliðsins FC Kaupmannahöfn, en þetta er seinasti leiku Blika á Atlantic Cup.

Stjarnan og Selfoss eigast svo við í Lengjubikar kvenna klukkan 18:55.

Stöð 2 Golf

Ras Al Khaimah Classic á DP World Tour heldur áfram frá klukkan 08:30 og klukkan 20:00 er Waste Management Phoenix á PGA-mótaröðinni á dagskrá.

Stöð 2 eSport

Eins og alla föstudaga eru tveir leikir á dagskrá í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO, en útsending hefst á slaginu 20:15.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir