9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Dagskráin í dag: Þeir tveir, Suway-deildirnar, golf og rafíþróttir

Skyldulesning

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag og í kvöld, en áhorfendur heima í stofu geta valið úr níu beinum útsendingum.

Stöð 2 Sport

Subway-deildirnar í körfubolta eiga sviðið á Stöð 2 Sport í dag. Klukkan 17:30 er Subway Körfuboltakvöld kvenna á dagskrá og í beinu framhaldi af því, eða klukkan 18:20 hefst viðureign Tindastóls og Njarðvíkur í Subway-deild karla.

Klukkan 20:05 hefst svo viðureign Vals og Stjörnunnar, áður en Tilþrifin leiða okkur inn í nóttina frá klukkan 22:00.

Stöð 2 Sport 4

Magical Kenya Ladies Open á LET-mótaröðinni í golfi er á dagskrá klukkan 12:00 áður en að Gummi Ben og Hjammi verða með þáttinn Þeir tveir klukkan 19:30.

Stöð 2 Golf

Morgunhanarnir geta fylgst með Qatar Masters á DP World Tour sem hefst klukkan 8:30. Þeir sem eru frekar til í að fylgjast með golfi á kvöldin hefst bein útsending frá Waste Management Phoenix á PGA-mótaröðinni klukkan 20:00.

Stöð 2 eSport

Steindi Jr. og félagar verða á sínum stað á Stöð 2 eSport með þáttinn Rauðvín og klakar frá klukkan 21:00.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir