4 C
Grindavik
7. mars, 2021

Dagskráin í dag – Tíu beinar útsendingar

Skyldulesning

Sport


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Haukur Helgi Pálsson Andorra.jfif


Amerískur fótbolti, evrópskur fótbolti, körfubolti og golf eru þær íþróttagreinar sem boðið verður upp á, á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag.

Einn leikur verður sýndur úr La Liga og þrír leikir úr Serie A þar sem hæst ber leikur Sampdoria og toppliðs AC Milan en hann hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.

Boðið verður upp á alvöru tvíhöfða úr NFL deildinni á Stöð 2 Sport 2 þar sem tveir leikir verða sýndir, annars vegar klukkan 18:00 og hins vegar klukkan 21:30.

Þrjú golfmót eru í gangi og því nóg að gera á fjarstýringunni hjá áhugasömum kylfingum.

Einnig verður sýndur leikur Morabanc Andorra og Real Betis úr spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Smelltu hér til að skoða dagskrána í dag.

Fyrri frétt40 manns!
Næsta fréttÞegar Trölli stal jólunum

Innlendar Fréttir